Fara í innihald

Systkini

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Systkini foreldra)

Systkini eru tveir eða fleiri einstaklingar sem eiga sömu foreldra. Orðið bróðir er notað um karlkyns systkini en orðið systir er notað um kvenkyns systkini. Alsystkini eru einstaklingar sem eiga báða foreldra sameiginlega en hálfsystkini eru einstaklingar sem eiga eitt sameiginlegt foreldri. Stjúpsystkini eru einstaklingar sem eru ekki líffræðileg systkini en foreldrar þeirra eru í sambandi/eru hjón.

Systkini foreldra eru þau skyldmenni sem eru systkini föður eða móður einstaklings. Um systkini móður er talað um móðurbróður og móðursystur en um systkyni föður er talað um föðurbróður og föðursystur.[1] Systkini eru skyld í fyrsta ættlið, en systkinabörn í annað ættlið og því er maður skyldur systkinum foreldra sinna í fyrsta og annað lið.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Íslensk nútímamálsorðabók“. islenskordabok.arnastofnun.is (enska). Sótt 22. nóvember 2024.