Sumba

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Sumba. Beinisvörð í bakgrunni.
Sumbiar-kommuna og Sumba.

Sumba er syðsta byggð á Suðuroy og í Færeyjum. Íbúar voru 237 árið 2016. Í sveitarfélaginu Sumba eru hins vegar um 350. Íbúarnir nefnast Sumbingar. Hefð er fyrir keðjudansi og söng í Sumba. Poul F. Joensen, (1898-1970) frægt færeyskt ljóðskáld er fætt í bænum. Árið 1997 voru gerð göng norður til Lopra. Þar með var auðveldara fyrir Sumbinga að fara til Vágs og Tvöreyrar. Beinisvørð eru þverhnípt björg sunnan við þorpið.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Fyrirmynd greinarinnar var „Sumba“ á færeysku útgáfu Wikipedia. Sótt 25. jan. 2019.