Sunnbær
Útlit
(Endurbeint frá Sumba)
Sunnbær (færeyska: Sumba, eldra færeyskt nafn: Sunnbøur, danska: Sumbø) er syðsta byggð á Suðurey og í Færeyjum. Íbúar voru 237 árið 2016. Í sveitarfélaginu Sunnbæ eru hins vegar um 350. Hefð er fyrir keðjudansi og söng í Sunnbæ. Poul F. Joensen (1898–1970), frægt færeyskt ljóðskáld, er fæddur í bænum. Árið 1997 voru gerð göng norður til Lopra. Þar með var auðveldara fyrir Sunnbæinga að fara til Vogs og Þvereyrar. Beinisvørð eru þverhnípt björg sunnan við þorpið.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Sunnbær.
Fyrirmynd greinarinnar var „Sumba“ á færeysku útgáfu Wikipedia. Sótt 25. jan. 2019.