Fara í innihald

Stenka Rasín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Stenka Razin)
Stenka Rasín siglir á Volgu. Málverk eftir Boris Kustodiev (1878-1927).

Stenka Rasín (16301671) leiddi uppreisn Don-Kósakka gegn Rússakeisara á sautjándu öld en hjó einnig strandhögg við bakka Volgu og fleiri fljóta í Rússlandi. Hann hefur verið kallaður nokkurs konar Hrói höttur Rússlands. Endalok hans urðu þau að menn keisarans náðu honum og tóku af lífi. Minning hans lifir fram á þennan dag, ekki síst vegna samnefnds söguljóðs sem notið hefur vinsælda. Jón Pálsson frá Hlíð (18921938) þýddi kvæðið á íslensku.

  Þetta æviágrip sem tengist Rússlandi og sagnfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.