Starfsstjórn
Útlit
(Endurbeint frá Starfstjórn)
Starfsstjórn er stjórn sem situr til bráðabirgða þar til mynduð hefur verið stjórn til lengri tíma.[1]
Hugtakið getur verið notað yfir ríkisstjórn sem beðist hefur lausnar en situr þangað til að ný ríkisstjórn hefur verið mynduð.[2] Taki hins vegar annar við forsætisráðuneytinu þá sé um að ræða nýja ríkisstjórn en ekki starfsstjórn.[3] Engin sérstök lög gildi um slíkar stjórnir. Lengst hafa starfsstjórnir á Íslandi setið í um fjóra mánuði, tvívegis á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Í seinni tíð hafa þær yfirleitt setið 2-3 vikur[4] en í kjölfar alþingiskosninga 2016 sat starfsstjórn þó í 10 vikur.[5]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Starfsstjórn - Íslensk nútímamálsorðabók“. Árnastofnun. Sótt 15. október 2024.
- ↑ Hermann Nökkvi Gunnarsson (15. október 2024). „„Hugtakaruglingur" hjá Svandísi“. Morgunblaðið. Sótt 15. október 2024.
- ↑ Berghildur Erla Bernharðsdóttir (15. október 2024). „Reglan að forseti fari fram á starfsstjórn - Vísir“. Vísir.is. Sótt 15. október 2024.
- ↑ „Starfsstjórn má gera hvað sem er“. Morgunblaðið. 8. maí 2013. Sótt 15. október 2024.
- ↑ Sigurður Ingi Jóhannsson baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt daginn eftir alþingiskosningar 2016, þ.e. 30. október 2016. („Erfið stjórnarkreppa í landinu“. Fréttablaðið. 14. desember 2016.) Ráðuneyti hans sat áfram sem starfsstjórn þar til ný stjórn tók við 11. janúar 2017.(„Nýir ráðherrar í sóknarhug“. Fréttablaðið. 12. janúar 2017.)