Fara í innihald

Snið:Nýtt möppudýr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Snið:Nýr stjórnandi)
Til hamingju!

Sæl(l), nýja möppudýr, og þakka þér fyrir framlög þín til íslensku útgáfu Wikipediu og þann áhuga sem þú sýnir á verkefninu með umsókn þinni um möppudýrsréttindi. Umsókn þín hefur hlotið samþykki og því tilheyrir þú nú þeim fríða hópi fólks sem fyrir hafði þessi réttindi.

Velkomin/n
Velkomin/n

Rétt er að minna á það að vald möppudýra er fyrst og fremst tæknilegs eðlis, þau hafa ekki ritstjórnarvöld umfram aðra almenna notendur. Þeirra hlutverk er helst að sjá um að allt sé með felldu, að engin skemmdarverk séu unnin og að ekkert sem er augljóslega galið fari inn í ritið. Að því frátöldu eru möppudýr bara að skrifa greinar um hvað það sem heillar þau, eins og allir aðrir notendur.

Til þess að sinna þessum verkefnum hafa möppudýr aðgang að nokkrum valmöguleikum sem ekki eru aðgengilegir almennum notendum, nú þegar ættir þú til dæmis að sjá nýja flipa efst á síðunni. Nú getur þú:

  • Eytt síðum og myndum.
  • Bannað notendur sem eru til vandræða.
  • Verndað síður þannig að aðeins innskráðir notendur eða aðeins stjórnendur geti breytt þeim.
  • Tekið aftir vondar breytingar með einum músarsmelli.
  • Breytt Meldingum.

Ég mæli með því að þú kynnir þér það sem skrifað hefur verið um reglur og stefnumál, hafir þú ekki þegar gert það. Það er hægt að nálgast það í samfélagsgáttinni. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta alltsaman, þá er hægt að velta þeim upp í pottinum, á IRC-rásinni (#is.wikipedia á Freenode) eða með því að senda mér eða öðrum möpppudýrum skilaboð á notandaspjallsíðunni eða með tölvupósti.

Aftur til hamingju með nýfengin völd, megir þú nota þau til góðra verka.

~~~~