Skottulækningar
Útlit
Skottulækningar eða hjálækningar eru aðferðir til lækninga sem samrýmast ekki eða eru á skjön við hefðbundna læknisfræði. Ekki eru færðar fullnægjandi sannanir fyrir árangri af slíkum lækningum eða rannsóknir sýna að lækningaraðferðin skilar engum árangri. Skottulæknir er svikahrappur eða maður sem þykist búa yfir færni, þekkingu og hæfi á sviði læknavísinda. Orðið er oft notað um þá sem auglýsa hástöfum lækningu með undralyfjum eða aðferðum og orðatiltækið „snákaolíusölumaður“ notað.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Skottulækningar.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Quackery“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. april 2018.