Fara í innihald

Skauthnitakerfi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Skauthnit)
Skauthnitakerfi sýnir hnit tveggja mismunandi punkta.

Skauthnitakerfi eða pólhnitakerfi er tvívítt hnitakerfi þar sem staðsetning er gefinn með fjarlægð frá föstum punkti og horni í ákveðna stefnu. Fasti punkturinn nefnist póll eða skaut hnitakerfisins (sambærilegt upphafspunkti kartesískts-hnitakerfis), láréttur hægri geisli frá skautpunkti nefnist skautás. Fjarlægð punkts frá skautpunkti nefnist geislahnit og hornið hornhnit.