Fara í innihald

Sandeyjargöngin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sandoyargöngin)
Göngin sjást hér á korti.
Göngin Straumeyjarmegin.

Sandeyjargöngin (færeyska: Sandoyartunnilin) eru neðansjávargöng milli Sandeyjar og Straumeyjar í suðri. Lengd er 10.8 kílómetrar. Áætlaður kostnaður var 860 milljónir (DKK). Gröftur hófst árið 2019. Hinn 3. febrúar 2022 opnuðust göngin frá báðum áttum með hátíðlegri viðhöfn. Göngin voru opnuð fyrir umferð í desember árið 2023.