Samsæta
Útlit
(Endurbeint frá Samsætur)
Í efnafræði eru samsætur (ísótóp) ólíkar gerðir sama frumefnis, þar sem fjöldi róteinda í frumeind er sá sami (og því kallast það enn sama frumefnið) en fjöldi nifteinda er mismunandi og því massatalan ólík. Samsætur vetnis eru t.d. 1H1 (einvetni), 2H1 (tvívetni) og 3H1 (þrívetni) þar sem upphöfðu tölurnar tákna fjölda kjarnagna (massatölu), en hnévísirinn táknar fjölda róteinda (sætistölu).