Seglabúnaður
Útlit
(Endurbeint frá Reiðabúnaður)
Seglabúnaður seglskips er allur sá búnaður sem þarf til að sigla skipi. Hugtakið lýsir þeirri tegund reiða og segla sem notaður er á tilteknu skipi og sem aðgreinir oft gerð þess. Seglbúnaður skips nær þannig yfir fjölda sigla, tegund og fjölda segla. Seglabúnaður skips er líka breytilegur eftir veðri.
Seglabúnaður er hannaður með það fyrir augum að ef skipið missir stýri þá snúi það sér upp í vindinn og kljúfi ölduna fremur en fá hana á hlið.