Fara í innihald

Rapp

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Rappari)

Rapp er tónlistarstefna sem á rætur að rekja til Bandaríkjanna seint á 8. og snemma á 9. áratug 20. aldar. Einkennist af taktföstum ryþma, skratsi og rímuðum texta.

Saga rappsins

[breyta | breyta frumkóða]

Rappið á upptök sín í Bandaríkjunum og varð til meðal fátækra blökkumanna og var ákveðin þróun út frá sagnahefð þeirra líkt og þekktist hjá þrælum. Rappið hófst upp úr 1980 og þekktist helst meðal atvinnulausra fátæklinga sem voru í klíkum. Helstu klíkurnar voru í Los Angeles en það voru LA-klíkan og hins vegar Hollywood-klíkan. Þær tókust mjög hart á, meðal annars með skotbardögum. Tupac Shakur, einn þekktasti meðlimur Hollywood-klíkunnar, var myrtur af LA-klíkunni þann 13. september 1996. Tupac Shakur var þekktur fyrir húðflúrið sitt á bringunni þar sem stóð „Thug Life“. Hann fékk húðflúrið á stofu í New York og talið er að það hafi verið mistök en hann ætlaði að setja „Thug for Life“. Eftir miklar styrjaldir milli LA- og Hollywood-klíkunnar varð til ný klíka að nafni New York-klíkan sem barðist gegn þeim einnig.

Staðall rappsins þróaðist þegar menn hófu að spila á hljóðfæri undir kveðskap meðlima. Frægur upptökustjóri frá New York, sem vann einnig sem vörubílstjóri, heyrði rappið og ók frumröppurunum með sér til New York. Þar varð Manhattan að miðpunkti þróunarinnar. Erpur Eyvindarson hóf síðar nám í borginni og flutti með sér rappið til Íslands ásamt Dóra DNA. Í dag er jafnvel sagt að Ungverjaland sé eitt helsta rappland Vesturlanda.

Meira en öld áður en rapp kom á yfirborðið í Ameríku þá voru tónlistarmenn í Vestur-Afríku að segja sögur með rímum, með einungis trommuslátt sér til hjálpar. Á sama tíma voru tónlistarmenn í Karíbahafinu einnig að segja sögur með rímum.

Útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1979 kom út fyrsta rapplagið sem náði alþjóðlegum vinsældum, „Rapper's Delight“ með Sugarhill Gang. Lagið náði 4. sæti á R&B-listanum og seldist í tveimur milljónum eintaka. Uppruni rappsins var þó í Bronx og Harlem, þar sem hipphoppsmenningin blómstraði með breikdansi og veggjakroti.

DJ Kool Herc fæddist árið 1954 í Kingston, Jamaíku, og flutti til Bronx árið 1967. Hann var fyrsti plötusnúðurinn sem hljóðblandaði plötur, tvær plötur með sama lagi og þróa svokölluð „break beats“ sem varð undirstaða rapptónlistar. Afrika Bambaataa fylgdi fordæmi Herc en sótti einnig innblástur frá raftónlist, meðal annars frá Kraftwerk. Með tilkomu ódýrra rafhljóðfæra og hljóðgervla þróaðist áhrif raftónlistar áfram.

Nöfn eins og Gil Scott-Heron, The Last Poets, Cab Calloway og Grandmaster Flash lögðu grunninn að fyrstu kynslóð rappara. Lagið „The Message“ með Grandmaster Flash and the Furious Five’s frá 1982 lýsti fátækt og harðri lífsbaráttu með nýrri textasmíði. Þar með hófst nýr kafli í rappsögunni með hljómsveitum á borð við Run-DMC og Public Enemy.

Árið 1984 náði rapp svo endanlega að festa sig í sessi með samstarfi Run-DMC og Aerosmith í laginu „Walk This Way“. Sama ár gáfu Beastie Boys út „License to Ill“, sem varð fyrsta rappplatan til að ná toppsæti á vinsældalistanum í Bandaríkjunum.

Seinna á níunda áratugnum og fram á þann tíunda komu nöfn á borð við De La Soul, N.W.A., Dr. Dre, Ice Cube, Snoop Dogg, Eminem, Jay-Z, Lauryn Hill, Missy Elliott og DMX fram á sjónarsviðið.

Þróun á 20. öld

[breyta | breyta frumkóða]

Upp úr 1990 tók við svokallað „new-school-style“ af svokölluðu „old-school-style“ rappi, sem var flóknara og háværara. The Notorious B.I.G., Tupac Shakur, Snoop Dogg og Eminem voru meðal þeirra vinsælustu í bransanum. Tupac Shakur, þekktur fyrir djúpstæða og pólitíska söngtexta, var kosinn besti rappari allra tíma af Vibe Magazine árið 2004.

Vesturströndin og Austurströndin

[breyta | breyta frumkóða]

Deilur milli Tupac á Vesturströndinni og Biggie á Austurströndinni spruttu upp og áttu þátt í morðum beggja. Plötufyrirtæki tóku þátt í stríðinu sem magnaði upp deiluna á milli þeirra.

Í lok 8. áratugarins varð bófarapp (e. gangsta rapp) vinsælt með Ice-T, Schoolly D og N.W.A.. Textarnir fjölluðu um glæpi, eiturlyf og kynlíf. Seinna þróaðist rappið í átt að efnishyggju með lögum um gull, bíla og lúxus. 50 Cent varð frægur fyrir lögin „Candy Shop“, „Disco Inferno“, and „How we Do“. Hann stofnaði einnig G-Unit Records.

Kristið rapp og kvenkyns rapparar

[breyta | breyta frumkóða]

Þrátt fyrir efnishyggjuna spratt upp kristið rapp með trúarlegt viðhorf og trúartónlist. Hópar eins og Gospel Gangstaz, Dynamic Twins, og Souljahz voru í fararbroddi. Kvenkyns rappar sem Missy Elliott og Lil Kim brutu í blað og náðu miklum vinsældum.

21. öld (í dag)

[breyta | breyta frumkóða]

Í dag er rapp einn stærsti geiri í tónlistarbransanum með óteljandi fjölda undirflokka og flytjenda. Rappið hefur dreift sér um allan heim og hefur áhrif á nær allar tónlistarstefnur þar á meðal takt og trega og popptónlist.

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.