Q-hlutfall
Q-hlutfall er hugtak í fjármálum og hagfræði sem notað er til að bera saman markaðsverð á fyrirtæki og bókhaldslegu verðmæti þess. Þetta er einnig nefnt „V/I hlutfall“ eða „Q-Tobins“. Q-hlutfallið fæst með því að deila innra virði fyrirtækis samkvæmt ársreikningi þess í markaðsverð þess.
Notkun hlutfallsins skýrist betur við að skoða dæmi af notkun þess við ákvörðun um hvort sé skynsamlegt að fjárfestinga í fyrirtæki: Við deilum innra virði fyrirtækis samkvæmt ársreikningi þess í markaðsverð þess. Þá er fáum við Q-hlutfallið.
- Sé það hærra en 1 er markaðsverð fyrirtækis hærra en sem nemur eigin fé þess. „Markaðurinn“ er þá að meta verðmæti fyrirtækis hærra en sem nemur bókhaldslegu verðmæti þess. Ályktunin sem þá er dregin er að líkur séu þá á því að markaðsvirði fyrirtækisins muni vaxa ef það fjárfestir til að auka umsvif sín.
- Á hinn bóginn ef hlutfallið er lægra en 1 er markaðsverð lægra en eigið fé þess. Þá metur „markaðurinn“ viðkomandi fyrirtæki undir bókhaldslegu verðmæti þess. Þá eru taldar líkur á skynsamlegt sé að festa ekki meira fé í rekstrinum og jafnvel að hætta honum og selja framleiðslutækin.
Hugtakið Q-hlutfall var sett fram árið 1968 af þeim William Brainard og James Tobin, sem báðir störfuðu við Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Ári síðar skrifaði Tobin aðra grein um efnið og er hlutfallið kennt við hann. Á ensku er talað um Tobin's Q. James Tobin (1918-2002) var einn fremsti hagfræðingur 20. aldar og fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1981.