Prinsessan á bauninni
Prinsessan á bauninni (danska: Prindsessen paa Ærten; Prinsessen på ærten skv. nútíma réttritun) er stutt ævintýri eftir H.C. Andersen. Í sögunni segir frá prinsi sem vildi giftast prinsessu en þótt enginn skortur væri á þeim fann hann eitthvað að þeim öllum, þær voru ekki alvöruprinsessur.
Óveðurskvöld eitt kom svo ung stúlka sem sagðist vera prinsessa holdvot til hallarinnar og bað um næturgistingu. Drottningin ákvað að prófa hana með því að setja baun á botn rúmsins sem henni var ætlað að sofa í, ofan á hana tuttugu dýnur og þar ofan á tuttugu æðardúnsængur. Morguninn eftir var prinsessan spurð hvernig hún hefði sofið en hún sagði að sér hefði ekki komið blundur á brá þar sem hún hefði legið á einhverju hörðu og væri öll blá og marinn. Þá kættist prinsinn mjög, sagði að hún hlyti að vera alvöruprinsessa og giftist henni, en baunin var sett á safn.
H.C. Andersen sagði sjálfur seinna að hann hefði heyrt þessa sögu þegar hann var barn. Gömul dönsk útgáfa er ekki þekkt en hins vegar er til sænsk saga um prinsessu sem lá á baunum og gæti hann hafa heyrt hana.
Prinsessan á bauninni var eitt af fyrstu ævintýrunum sem Andersen skrifaði, snemma árs 1835, og hún kom út í bæklingi með þremur öðrum ævintýrum 8. maí það ár.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „The Princess and the Pea“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. apríl 2010.