Praxiteles
Útlit
Praxiteles var forngrískur myndhöggvari sem talið er að hafi látist um 370 f.Kr. Hann var talinn einn ágætasti listamaður síns tíma og var þekktur fyrir snilldarlega meðhöndlun á marmara, en úr honum hjó hann þokkafullar myndir af guðum og gyðjum. Af þeim má nefna Afródítu frá Knídos, sem þekkt er af rómverskum eftirmyndum, m.a. í Vatíkaninu, og Hermes og Díonýsosbarnið sem fannst í Ólympíu 1877 og er talin frummynd. Fryne hét fræg hofgleðikona (hetaera) sem var þekkt fyrir fegurð sína og ríkidæmi í Aþenu. Hún er talin hafa setið fyrir hjá Praxiteles og Apelles sem fyrirmynd að Afródítu.