Fara í innihald

Hljómplata

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Plata)
Hljómplata.

Hljómplata eða bara plata í stuttu máli, er geymslumiðill fyrir hljóðritað efni. Hljóðefnið, yfirleitt tónlist, er geymt á plötunni á bylgjulaga rákum sem eru ættar í plötuna, sem liggja í hringi frá ystu brún plötunar og í átt að miðju. Til að spila upptöku af hljómplötu er notaður plötuspilari.

Hljómplötur eru framleiddar í ýmsum stærðum, en stærðunum er alltaf lýst í tommum. Algengustu stærðirnar eru tólf tommur (oftast ritað sem 12") fyrir heilar plötur, sjö tommur (7") fyrir smáskífur, en framan af voru tíu tommu plötur (10") algengastar. Snúningshraði platna er mismunandi, en langflestar nýrri upptökur eru 33 snúningar á mínútu (33 ⅓ r.p.m. - algengast fyrir heilar plötur) eða 44 snúningar á mínútu (45 r.p.m. algengast fyrir smáskífur). Á fyrri hluta 20. aldar voru plötur sem snérust 78 snúninga á mínútu algengar, og enn eru margir plötuspilarar sem spila þannig plötur, þó að framleiðslu á þeim hafi mestmegnis verið hætt upp úr miðbiki síðustu aldar.

Hljómplötur og plötuspilarar voru vinsælasta afspilunartæknin fyrir tónlist frá um 1920 og þangað til að geisladiskar, sem eru smærri, ódýrari í framleiðslu og geta geymt meira af uppteknu efni, tóku við. Þó að vinsældir vínylplötunar döluðu mjög snögglega frá miðbiki níunda áratugar og til 1988, þegar geisladiskurinn tók við krúnunni, þá dó tæknin aldrei út. Á tíunda áratugnum voru vínilplötur en vinsælasta afspilunarsniðið hjá plötusnúðum, og er meðal annars þeim að þakka að sala jókst hægt og bítandi frá árinu 1991 til 2000. Frá 2007 hefur sala á hljómplötum farið ört vaxandi, eða frá miljón eintökum það ár til 3,6 miljón eintaka árið 2011.

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.