Pétur Pan
Pétur Pan er skáldsagnapersóna úr verkum skoska rithöfundarins J. M. Barrie. Pétur er hrekkjóttur og óstýrilátur ungur drengur sem getur flogið og fullorðnast aldrei. Hann býr í eilífri æsku sinni á galdraeyjunni Hvergilandi þar sem hann er leiðtogi „týndu strákanna“ og lendir í ævintýrum ásamt álfum, sjóræningjum, hafmeyjum, Indíánum og stundum venjulegum börnum úr heiminum utan við Hvergiland.
Pétur Pan er heimsfræg persóna og breskt menningartákn. Auk þess að hafa birst í tveimur verkum eftir Barrie hefur hann birst í fjölda annarra sagnamiðla, m. a. í vinsælli Disney-teiknimynd frá árinu 1953.
Uppruni
[breyta | breyta frumkóða]J. M. Barrie notaði Pétur fyrst í bókinni The Little White Bird (1902), þar sem hann birtist sem sjö daga gamalt barn í kaflanum Peter Pan in Kensington Gardens. Eftir að persónan náði vinsældum voru kaflarnir með Pétri gefnir út á ný sem barnabók ásamt myndskreytingum eftir Arthur Rackham.[1] Pétur varð frægur sem titilpersóna leikritsins Peter Pan, or The Boy Who Wouldn't Grow Up sem var frumsýnt þann 27. desember árið 1904 í London. Barrie skrifaði síðar skáldsögu eftir söguþræði leikritsins og gaf út árið 1911 með titlinum Peter and Wendy.
Barrie byggði Pétur á eldri bróður sínum, David, sem hafði látist í slysi aðeins þrettán ára gamall.[2] Barrie og móðir hans ímynduðu sér að David yrði strákur að eilífu.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Birkin, Andrew (2003). J.M. Barrie & the Lost Boys. Yale University Press. bls. 47.
- ↑ Birkin, Andrew. J.M. Barrie and the Lost Boys. Yale University Press, 1986.