Himnuflæði
Útlit
(Endurbeint frá Osmósa)
Himnuflæði (eða osmósa) er tilhneiging vatns eða annars leysiefnis til þess að flæða yfir hálfgegndræpa himnu að þeirri hlið þar sem styrkur lausnarinnar er hærri.
Frumuhimnur eru hálfgegndræpar himnur og þar spilar himnuflæði nauðsynlegt hlutverk. Vatn flyst inn í frumur með himnuflæði.