Fara í innihald

Áhersla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Orðaáhersla)

Í málvísindum er áhersla sú vigt sem lögð er á ákveðið atkvæði í orði, eða ákveðin orð eða frasa í setningu. Áhersla felur í sér samspil þriggja þátta: styrks, tónhæðar og lengdar.[1]

Áhersla sem lögð er á orðahluta heitir orðaáhersla. Í sumum málum er föst áhersla, það er að segja að áherslan fellur alltaf á sama atkvæði orðs, til dæmis á fyrsta eða næstsíðasta. Í öðrum málum er breytileg áhersla og ekki er hægt að spá á hvaða átkvæði áherslan fellur í ákveðnu orði. Stundum er hægt að greina á milli tveggja stiga áherslu: aðaláherslu, sem er táknuð með [ˈ], og aukuáherslu, sem er táknuð með [ˌ].[1]

Sú áhersla sem lögð er á fjölda orða eða frasa heitir setningaáhersla. Ásamt hrynjanda og ítónun skipar áhersla hljómfall. Innan setningaáherslu er líka talað um andstæðuáherslu, það þegar áhersla er lögð á atkvæði eða orð til að undirstrika andstæðu við eitthvað annað sem hefur verið nefnt.

  1. 1,0 1,1 Eiríkur Rögnvaldsson (2013). „Hljóðkerfi og orðhlutakerfi í íslensku“ (PDF). Háskóli Íslands. Sótt 10. maí 2015.
Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.