Ontaríó-vatn
Útlit
(Endurbeint frá Ontaríóvatn)
Ontaríó-vatn er eitt af Vötnunum miklu og þeirra austast og minnst; 18.960 ferkílómetrar. Það er umlukið kanadíska fylkinu Ontaríó í norðri, vestri og suðaustri en New York-fylki í suðri og austri. Ontaríó þýðir skínandi vatn á máli frumbyggja Írókesa.
Frakkar komu fyrstir Evrópubúa að vatninu árið 1615. Styrja var veidd á svæðinu þar til stofn hennar hrundi á 20. öld. Nú er þar frístundaveiði, mest á innfluttum fisktegundum. Skógarhögg var einnig stundað við vatnið í miklum mæli.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Ontaríó-vatni.
Fyrirmynd greinarinnar var „Lake Ontario“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. nóv 2016.