Fara í innihald

Old Tjikko

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Old Tjikko

Old Tjikko er rauðgreni á Fulufjället í Dalarna í Svíþjóð. Það er samkvæmt rannsóknum heimsins elsti staki trjáklónn, og mun vera að minnsta kosti 9550 ára gamalt. Í kring um tréð voru tekin fjögur sýni af rótinni og voru þau greind með C-14 aldursgreiningu og voru þau 375, 5 660, 9 000 og 9 550 ára gömul. Erfðagreining staðfesti að öll sýnin voru sami klónninn.[1] Finnandinn Leif Kullman gaf trénu nafn eftir hundinum sínum Tjikko.[2]

Um 20 greni eldri en 8000 ára finnast í svæðinu frá Lapplandi til Dalarna,[1] þar á meðal jafnaldri Old Tjikko; Old Rasmus.[3] Fundur Old Tjikko og annarra mjög gamalla grenitrjáa á fjöllum Skandinavíu hefur breytt sýn manna á það sem áður var talið sein útbreiðsla grenis þar.[4]


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 World’s oldest living tree discovered in Sweden[óvirkur tengill]
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. febrúar 2014. Sótt 15. febrúar 2017.
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. ágúst 2010. Sótt 15. febrúar 2017.
  4. http://news.nationalgeographic.com/news/2008/04/080414-oldest-tree_2.html

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]