Fara í innihald

Norræna Afríkustofnunin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Norræna Afríkustofnunin (NAI) er vettvangur fyrir félagsvísindarannsóknir um Afríku. NAI heyrir undir sænska utanríkisráðuneytið, er staðsett í Uppsölum og fjármögnuð í sameiningu af Finnlandi, Íslandi og Svíþjóð. Fram til ársins 2015 var Noregur einnig fjármögnunaraðili, svo og Danmörk fram til ársins 2013.

Stofnunin var sett á legg árið 1962 sem norræn miðstöð fyrir rannsóknir, skjalavörslu og upplýsingamiðlun um Afríku.[1] Verkefni stofnunarinnar er meðal annars að efla samstarf afrískra og norrænna vísindamanna og gera rannsóknir um málefni Afríku aðgengilegar stefnumótunaraðilum, fjölmiðlum og öðrum markhópum. Á NAI er bókasafn sem er fyrst og fremst sérhæft á sviði félagsvísinda um nútíma Afríku og er ætlað notendum á Norðurlöndum. Auk þess að sinna eigin rannsóknum styrkir NAI einnig gestarannsakendur, fyrst og fremst frá háskólum í Afríku og á Norðurlöndunum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Nordiska Afrikainstitutet - Uppslagsverk - NE.se“. www.ne.se. Sótt 10. janúar 2024.