Norður- og suðurskaut himins
Útlit
(Endurbeint frá Norðurskaut himins)
Norður- og suðurskaut himins eru þeir punktar á himinhvelfingunni þar sem hún skarast við möndulstefnu jarðar. Skautin eru því tvö, norðurskaut og suðurskaut. Miðbaugur himins er lína á himinhvelfingunni sem liggur 90° frá báðum skautunum og hábaugur liggur um bæði skaut himins.