Fara í innihald

Nikola Karabatić

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Nikola Karabatic)
Nikola Karabatić
Nikola Karabatić

Nikola Karabatić (f. 11. apríl 1984 í Nis í Serbíu) er franskur handknattleiksmaður af króatískum og serbneskum uppruna. Hann leikur í dag í frönsku deildinni í Montpellier HB

Eftir fimm ár í Montpellier HB fór hann í þýsku deildina árið 2005 í strórliðið THW Kiel. Sumarið 2009 sneri hann aftur til heimalands síns og spilar þar með Montpellier HB.

Karabatić var hluti af franska landsliðinu, sem árið 2006 varð Evrópumeistari eftir sigur á Spáni. Á Evrópumeistaramótinu 2008 sem hann vann brons var hann efstur í markaskorun á mótinu ásamt hinum danska leikmanni Lars Christiansen og eftir keppnina var hann nefndur mikilvægasti leikmaður keppninar aðeins 24 ára gamall. Hann var einnig í gullliði meistara Frakka á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og heimsmeistari í Króatíu á Heimstaramótinu 2009. Árið 2010 vann hann til annarra gullverðlauna eftir EM í Austurríki. Hann komst einnig í stjörnu liðið sem besti leikstjórnandi mótsins. Frakkar eru nú eina landslið fyrr og síðar til vinna Heimsmeistaramótið, Ólympíuleikana og Evrópumeistaramótið allt saman í röð