Namibískur dalur
Útlit
Namibískur dalur (tákn: N$; kóði: NAD) er lögeyrir Namibíu frá 1993. Hann skiptist í 100 sent. Hann tók við af suðurafríska randinu sem hafði verið notað í landinu frá 1920. Namibíski dalurinn er enn tengdur randinu og hægt að skipta þeim á genginu 1:1.
Seðlabanki Namibíu gaf fyrstu seðlana út 15. september 1993 og fyrstu myntirnar komu í umferð í desember sama ár.