Fara í innihald

Norræni verkefnaútflutningssjóðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá NOPEF)
Mynd af fánum Norðurlandanna
NOPEF er þáttur í samstarfi Norrænna þjóða.

Norræni verkefnaútflutningssjóðurinn (NOPEF) er sjóður sem starfar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um umhverfismál og er í umsjá Norræna umhverfisfjármögnunarfélagsins. Meginmarkmiðið með starfsemi NOPEF er að styrkja alþjóðlega samkeppnishæfni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Norðurlöndum.

Sjóðurinn hvetur til þátttöku norrænna fyrirtækja í verkefnum á alþjóðavettvangi, með áherslu á verkefni tengd umhverfisvænum lausnum.[1] Það gerir hann með því að veita hagstæð, vaxtalaus lán og styrki til undirbúnings verkefna í löndum utan EES.

Norðurlöndin stofnuðu NOPEF árið 1982. Á árunum 1982- 2020 hafa um 3.000 verkefni fengið fjármögnun frá sjóðnum að heildarupphæð yfir 100 milljónir evra. Það hefur skilað sér til meira en 1.000 rótgróinna fyrirtækja utan Norðurlanda.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Skýrsla Eyglóar Harðardóttur samstarfsráðherra Norðurlanda um störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2013 (Lögð fyrir Alþingi á 143. löggjafarþingi 2013-2014)“ (PDF). Alþingi. 2014. bls. 78-79. Sótt 5. mars 2021.
  2. NOPEF/NEFCO. „Um NOPEF sjóðinn“. NOPEF/NEFCO. Sótt 5. mars 2021.