Fara í innihald

Múrinn í Kirkjubæ

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Múrinn í Kirkjubæ.

Múrinn (á færeysku Múrurin) og er ófullgerð dómkirkja í Kirkjubæ í Færeyjum. Veggirnir standa og eru á lengd 26,5 metrar, á breidd 10,8 metrar, á hæð 9 metrar og að þykkt 1,5 metri. Erlendur biskup hóf þessa kirkjusmíði um árið 1300. Húsið átti að helga hinum heilaga Magnúsi Orkneyjajarli. Á einum stað í veggjunum er innmúrað hólf, sem kallast Gullskápurinn. Hann var opnaður 1905, og inni í honum voru óskaddaðir helgir dómar, sem kirkjunni höfðu verið gefnir. Þeir voru látnir á sama stað og múrað fyrir aftur.[1] Sagt er, að einn þessara gripa sé ofurlítill hluti af helgum dómi Þorláks Þórhallssonar.[heimild vantar]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Jó­annes Patursson: Tættir úr Kirkjubøar søgu – Endurminning­ar, bls. 165-172, 235 og 255-258, Tórshavn 1966.