Miklagljúfursþjóðgarðurinn
Útlit
(Endurbeint frá Miklagljúfurs-þjóðgarðurinn)
Miklagljúfursþjóðgarðurinn (enska: Grand Canyon National Park) er þjóðgarður í NV-Arizona í Bandaríkjunum sem stofnaður var árið 1919. Þjóðgarðurinn er 49.308 ferkílómetrar að stærð og er einn elsti sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Mörk þjóðgarðarins eru þjóðarminnismerkið Miklagljúfur-Parashant til norðvesturs, Havasupi og Haulapai verndarsvæðunum til suðvesturs og Navaho verndarsvæðinu til austurs. Bæði til suðurs og norðurs eru mörk þjóðgarðsins að Kaibab-þjóðskóginum.
Land í Miklagljúfursþjóðgarði er að miklu leyti í eigu ríkisins, eða 49.147 ferkílómetrar, og afgangurinn er í eigu einkaaðila. Þjóðgarðinum er stjórnað af þjóðgarðsnefnd Innanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Þjóðgarðurinn er á heimsminjaskrá UNESCO.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Grand Canyon National Park Arizona, United States of America“ (PDF). The UNEP World Conservation Monitoring Centre (enska). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 2. ágúst 2010. Sótt 14. október 2010.