Einsaga
Útlit
(Endurbeint frá Microhistory)
Einsaga (enska: microhistory) er hugtak í sagnfræði og felst í því að nálgast viðfangsefni mannkynssögunnar á nýjan hátt. Í stað þess að einbeita sér að formlegum stofnunum samfélagsins og einstaka mönnum sem taldir eru hafa haft mikil áhrif á framgöngu sögunnar skoðar einsagan hvar einstaklingurinn stóð í þessu stóra gangvirki.
Einsagan hefur beint sjónum sínum að einstaklingum sem hafa yfirleitt ekki átt upp á pallborðið hjá sagnfræðingum, og þá er helst litið til skrifa alþýðumanna og -kvenna sem skildu einhverra hluta vegna eftir sig heimildir um líf sitt og hugsanir.
Link
[breyta | breyta frumkóða]MICROHISTORY NETWORK: http://www.microhistory.eu