Meðalhófsreglan
Útlit
(Endurbeint frá Meðalhóf)
Meðalhófsreglan er réttarregla sem kveður á um að íþyngjandi ákvarðanir hins opinbera megi ekki ganga lengra en nauðsyn krefur til að ná lögmætu markmiði. Gildir hún sérstaklega við úrlausn stjórnsýslumála og dómsmála. Ef til er önnur vægari úrlausn sem nær hinu lögmæta markmiði skal ætíð beita henni.