Matvælaöryggi
Útlit
- Þessi grein fjallar um varnir gegn matarsjúkdómum. Greinin fæðuöryggi fjallar um öruggan aðgang að nægum mat.
Matvælaöryggi er tryggt þegar matur er meðhöndlaður, matreiddur og geymdur þannig að hættan á matarsjúkdómum er í algjöru lágmarki. Matvælaöryggi fjallar um það að matvælin séu örugg til neyslu. Trygging matvælaöryggis felst í því að fylgja venjubundnum eða stöðluðum verkferlum til að forðast heilsutjón neytandans. Matur getur borið sjúkdóma milli manna auk þess að vera gróðrarstía fyrir örverur sem geta valdið matareitrun.
Stutt skilgreining: Matvælaöryggi (Food safety) fjallar um hversu örugg matvæli eru til neyslu og hvort þau valdi heilsutjóni hjá neytendum.