Fara í innihald

Mandla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Möndlur)
Möndlur.
Möndlutré.
Blóm.

Mandla (fræðiheiti: Prunus amygdalus eða prunus dulcis) er fræ úr aldini samnefnds trés af rósaætt sem er upprunið í V-Asíu, aðallega Íran. Möndlutré verður 4-10 metra hátt og blómstrar hvítum blómum. Mandla er samt sem áður oft talin til hnetna. [1] Möndlur eru prótein- og trefjaríkar og ríkar af kalki og magnesíum. Unnin er olía og mjólk úr þeim. [2]

Ræktun mandla á sér langa sögu og er möndlutré eitt það fyrsta sem talið að hafa verið ræktað skipulega. Í nútímanum er mesta möndluframleiðaslan í Bandaríkjunum, þ.e. Kaliforníu.

Möndlumaðurinn

[breyta | breyta frumkóða]

Í Danmörku er haldið ár hvert upp á hátíð Möndlumannsins (d. Mandleman fest). Þá er til siðs að fljúga litlum flugvélum um Danmörku og sturta möndlum yfir allt, skemmtikraftar klæðast Mandelmankostum og að lokum er blásinn upp stór og mikill Möndlumaður sem fólkið dansar í kring um og syngur[3].

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Málið.is“. malid.is (enska). Sótt 20. maí 2022.
  2. „Möndlur eru hollar og góðar“. www.frettabladid.is. Sótt 20. maí 2022.
  3. https://www.festivalkits.dk/blogs/festivalnyheder/tagged/praktisk-info-128669. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)