Fara í innihald

Lýsigögn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lýsigögn er tvírætt hugtak sem getur annars vegar átt við formgerð gagnakerfa (structural metadata) eða, eins og oftar er tilvikið, lýsingu á tilteknum gögnum (eða „gögn um gögn“). Með formgerð gagnakerfa er átt við að hönnuð sé grind, til þess að halda utan um gögn eins og í tilviki gagnagrunna. Tilgangur lýsigagna er að auðvelda notanda að finna þau gögn sem hann leitar að.

Lýsigögn eru því aðskilin eiginlegu gögnunum, til lýsingar á þeim. Þau eru samansafn eiginleika sem hafa ákveðin gildi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.