Lögmál
Útlit
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Kenning er líklegasta eða rökréttasta skýringin á tilteknum atburðum sem eiga sér stað í náttúrunni eða á rannsóknarstofu. Þegar búið er að setja fram kenningu verður að prófa hana hvað eftir annað. Ef hún stenst margendurteknar tilraunir er hún yfirleitt talin sannreynd. Mikilvægar og viðurteknar kenningar eru oft byggðar á lögmálum og þær eru í fullu samræmi við það sem best er vitað. Veigamikil lögmál sem menn telja víst að gildi í náttúrunni og segir til um gang hennar kallast náttúrulögmál. Á hitt ber þó að líta að bæði kenningar og lögmál geta átt eftir að breytast vegna síðari athugana og tilrauna.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Hurd, Dean, Susan M. Johnson, George F. Matthias, Edward Benjamin Snyder og Jill D. Wright, Sól, tungl og stjörnur. Þorsteinn Vilhjálmsson (þýð.)