Rauðir úlfar
Útlit
(Endurbeint frá Lupus)
Rauðir úlfar (eða lúpus; systemic lupus erythematosus) er sjálfsofnæmissjúkdómur. Sjúkdómurinn er óútreiknanlegur en oftast leggst hann á húð, liði, nýru, slímhimnu eða taugakerfi. Sjúkdómurinn veldur stundum útbrotum í andliti. Rauðir úlfar eru tífalt algengari meðal kvenna en karla. Talið er að um 250 Íslendingar séu með rauða úlfa. Orsakir sjúkdómsins eru ekki þekktar.