Lucky Strike
Útlit
(Endurbeint frá Lucky Strikes)
Lucky Strike eru sígarettur framleiddar af British American Tobacco. Þær eru elsta gerð sígarettna í Bandaríkjunum og voru fyrst settar á markað 1871. Þær eru enn seldar í Bandaríkjunum og víða um heim. Ólíkt öðrum sígarettum er tóbakið í Lucky Strike steikt, en ekki þurrkað.
Sígaretturnar voru markaðsettar með slagorðinu, L.S./M.F.T., sem er skammstöfun fyrir Lucky Strike Means Fine Tobacco eða Lucky Strike þýðir fínt tóbak á íslensku.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Lucky Strike.