Stórkjafta
Útlit
(Endurbeint frá Lepidorhombus whiffiagonis)
Stórkjafta | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
|
Stórkjafta eða öfugkjafta (fræðiheiti: Lepidorhombus whiffiagonis) er flatfiskur sem finnst í Norður-Atlantshafi og Miðjarðarhafinu á 100-700 metra dýpi. Stórkjafta getur orðið allt að 60 cm löng.
Útlit
[breyta | breyta frumkóða]Sú hlið stórkjöftu sem snýr upp er rauðgrá eða gulmóbrún en hliðin sem snýr niður er hvít. Bæði haus og kjaftur eru stór og er nafn fisksins stórkjafta er komið af því.
Lifnaðarhættir
[breyta | breyta frumkóða]Hún velur sér helst leir- eða sandbotn og lifir á smáfiskum, smokkfiskum og krabbadýrum.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Megrim“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 20. mars 2013.
- Stórkjafta,Ægir, 2. tölublað (01.02.2002)
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Stórkjöftu.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Stórkjöftu.