Fara í innihald

Laumontít

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Laumontít

Laumontít er steinefni flokkað annaðhvort með geislóttum eða plötulaga zeólítum.

Laumontít myndar þunna, aflanga kristalla. Oftast nær hvítt á lit en stundum fölbleikt eða rauðbrúnleitt líka. Algeng lengd um 0,5 cm, lengri nálar hafa fundist. Oftast lausir í holum bergsins, verða að mylsnu þegar bergið brotnar niður.

  • Efnasamsetning: CaAl2Si4O12 • 4H2O
  • Kristalgerð: Mónóklín
  • Harka: 3-3½
  • Eðlisþyngd: 2,20-2,41
  • Kleyfni: Góð á tvenna vegu langs eftir kristalstrendingunum

Útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Algengt í djúp rofnum berglagastafla eða þar sem hitin er frá jarðhita í megineldstöðvum. Myndast við allt að 230°C. Neðsta zeólítabeltið kennt við Laumontít.

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2
  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.