Fara í innihald

Húron-vatn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Lake Huron)
Lega Húron-vatns.
Við strönd vatnsins í Michigan.

Húron-vatn (enska: Lake Huron, franska: Lac Huron) er eitt af fimm Vötnunum miklu. Ontaríó-fylki Kanada er á austurströnd vatnsins og Michigan-fylki Bandaríkjanna á vesturströndinni. Franskir landkönnuðir nefndu vatnið eftir Húrónum, frumbyggjum svæðisins. Húron-vatn er næststærst Vatnanna miklu að flatarmáli, 59.590 km2.

Vatnið tengist Michigan-vatni um Mackinac-sund. Í norðausturenda vatnsins er stór flói, Georgian Bay. Fljótið St. Marys rennur í vatnið en St. Clair-fljót úr því. Manitoulin-eyja er stærst eyja í vatninu og stærsta stöðuvatnseyja í heimi, tæplega 2800 km2. Um 30.000 eyjar eru í vatninu. Á 20. öld var náttúrulegur stofn vatnasilungs í Húron-vatni ofveiddur og hefur ekki náð sér eftir það. Framandi fisktegundir hafa fjölgað sér.

Borgir með yfir 10.000 íbúa við vatnið eru: Sarnia og Saugeen Shores í Kanada og Bay City, Port Huron og Alpena í Bandaríkjunum.

Fyrirmynd greinarinnar var „Lake Huron“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. feb. 2017.