Fara í innihald

Kálfafellsstaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kálfafellsstaður undir Kálfafellstindi.

Kálfafellsstaður er kirkjustaður í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu. Kirkja hefur verið á Kálfafellsstað í margar aldir. Þar var torfkirkja til ársins 1885 en þá var reist timburkirkja sem eyðilagðist algjörlega nokkru seinna í miklu fárviðri 7. janúar 1886, svonefndum Knútsbyl. Lík­nesk­i a­f Óla­fi helga­, hinum forna­ d­ýrlingi sta­ða­rins er eini hluturinn sem fa­nnst heill eftir a­ð k­irk­ja­n fa­uk­. Það er nú va­rðveitt á Þjóðminja­sa­fni. Núna er steypt kirkja á Kálfafellsstað en hún var reist 1926-27.

Vigfús Benediktsson (Galdra-Fúsi) var um tíma prestur á Kálfafellsstað. Torfhildur Hólm rithöfundur var frá Kálfafellsstað en faðir hennar Þorsteinn Einarsson var prestur þar.