Fara í innihald

Kynjamismunun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kynjamisrétti)

Kynjamismunun er mismunun gagnvart fólki á grundvelli kynferðis þess. Lagalegt misrétti kynja er ákveðin gerð kynjamismununar og gilda þá aðrar reglur um karla en konur. Eins getur mismununin verið félagsleg, til dæmis ef atvinnurekendur leitast við að ráða fólk af öðru kyninu frekar en hinu eða greiða öðru kyninu kerfisbundið lægri laun.

Ýmsar mismunandi skilgreiningar hafa verið settar fram um hugtakið kynjamismunun, til dæmis:

  • Sannfæring um að annað kynið sé á einhvern hátt æðra eða betra en hitt kynið.
  • Hatur eða fordómar gagnvart annaðhvort konum eða körlum.
  Þessi félagsfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.