Sólvindur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sólvindur er straumur hlaðinna agna frá sólu. Samanstendur að mestu leyti af rafeindum og róteindum með orku á milli 1,5 og 10 keV. Vegna mikils hita lithvolfs sólar fá agnirnar það mikla hreyfiorku að þær komast yfir lausnarhraða sólar.

Sólvindurinn myndar segulljós þegar hann skellur á andrúmslofti jarðar og hann myndar einnig rykhala halastjarna.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.