„Sighvatur Sturluson“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''Sighvatur Sturluson''' ([[1170]]-[[1238]]) var einn helsti höfðingi [[Sturlungar|Sturlunga]] á fyrri hluta 13. aldar. Hann var sonur [[(Hvamm-Sturla)|Sturlu Þórðarsonar]] (Hvamm-Sturlu) og Guðnýjar Böðvarsdóttur konu hans og albróðir þeirra [[Þórður Sturluson|Þórðar]] og [[Snorri Sturluson|Snorra Sturlusona]]. Hann ólst upp í [[Hvammur í Dölum|Hvammi í Dölum]] og bjó þar framan af, á Staðarfelli, í Hjarðarholti og á Sauðafelli, en árið 1215 flutti hann til Eyjafjarðar, settist að á [[Grund í Eyjafirði|Grund]] og varð héraðshöfðingi Eyfirðinga og Þingeyinga. Hann dróst síðar inn í valdabaráttu [[Sturla Sighvatsson|Sturlu]] sonar síns og átök hans við [[Gissur Þorvaldsson]] og [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbein unga]], sem lauk með [[Örlygsstaðabardagi|Örlygsstaðabardaga]] 1238. Þar féll Sighvatur og fjórir synir hans. Sighvatur, sem farinn var að nálgast sjötugt, féll sunnan við gerðið á Örlygsstöðum, þar sem Kolbeinn ungi og menn hans unnu á honum.
'''Sighvatur Sturluson''' ([[1170]]-[[1238]]) var einn helsti höfðingi [[Sturlungar|Sturlunga]] á fyrri hluta 13. aldar. Hann var sonur [[Hvamm-Sturla|Sturlu Þórðarsonar]] (Hvamm-Sturlu) og Guðnýjar Böðvarsdóttur konu hans og albróðir þeirra [[Þórður Sturluson|Þórðar]] og [[Snorri Sturluson|Snorra Sturlusona]]. Hann ólst upp í [[Hvammur í Dölum|Hvammi í Dölum]] og bjó þar framan af, á Staðarfelli, í Hjarðarholti og á Sauðafelli, en árið 1215 flutti hann til Eyjafjarðar, settist að á [[Grund í Eyjafirði|Grund]] og varð héraðshöfðingi Eyfirðinga og Þingeyinga. Hann dróst síðar inn í valdabaráttu [[Sturla Sighvatsson|Sturlu]] sonar síns og átök hans við [[Gissur Þorvaldsson]] og [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbein unga]], sem lauk með [[Örlygsstaðabardagi|Örlygsstaðabardaga]] 1238. Þar féll Sighvatur og fjórir synir hans. Sighvatur, sem farinn var að nálgast sjötugt, féll sunnan við gerðið á Örlygsstöðum, þar sem Kolbeinn ungi og menn hans unnu á honum.


Sighvatur var skáldmæltur en mjög lítið er varðveitt af kveðskap hans. Kona hans var Halldóra Tumadóttir, föðursystir Kolbeins unga, og áttu þau sjö syni og eina dóttur, Steinvöru húsfreyju á Keldum. Elsti sonurinn Tumi, var drepinn á Hólum 1222 af mönnum [[Guðmundur Arason|Guðmundar Arasonar]] biskups, [[Þórður kakali Sighvatsson|Þórður kakali]] var í Noregi, en hinir fimm voru allir í Örlygsstaðabardaga. Sturla féll þar, Markús særðist til ólífis og var svo veginn á Víðivöllum, Þórður yngri og Kolbeinn flúðu í kirkju á [[Miklibær í Blönduhlíð|Miklabæ]] og voru teknir þaðan og höggnir með öxi föður síns, Stjörnu. Tumi yngri náði að flýja en var drepinn fáeinum árum síðar.
Sighvatur var skáldmæltur en mjög lítið er varðveitt af kveðskap hans. Kona hans var Halldóra Tumadóttir, föðursystir Kolbeins unga, og áttu þau sjö syni og eina dóttur, Steinvöru húsfreyju á Keldum. Elsti sonurinn Tumi, var drepinn á Hólum 1222 af mönnum [[Guðmundur Arason|Guðmundar Arasonar]] biskups, [[Þórður kakali Sighvatsson|Þórður kakali]] var í Noregi, en hinir fimm voru allir í Örlygsstaðabardaga. Sturla féll þar, Markús særðist til ólífis og var svo veginn á Víðivöllum, Þórður yngri og Kolbeinn flúðu í kirkju á [[Miklibær í Blönduhlíð|Miklabæ]] og voru teknir þaðan og höggnir með öxi föður síns, Stjörnu. Tumi yngri náði að flýja en var drepinn fáeinum árum síðar.

Útgáfa síðunnar 10. ágúst 2009 kl. 19:39

Sighvatur Sturluson (1170-1238) var einn helsti höfðingi Sturlunga á fyrri hluta 13. aldar. Hann var sonur Sturlu Þórðarsonar (Hvamm-Sturlu) og Guðnýjar Böðvarsdóttur konu hans og albróðir þeirra Þórðar og Snorra Sturlusona. Hann ólst upp í Hvammi í Dölum og bjó þar framan af, á Staðarfelli, í Hjarðarholti og á Sauðafelli, en árið 1215 flutti hann til Eyjafjarðar, settist að á Grund og varð héraðshöfðingi Eyfirðinga og Þingeyinga. Hann dróst síðar inn í valdabaráttu Sturlu sonar síns og átök hans við Gissur Þorvaldsson og Kolbein unga, sem lauk með Örlygsstaðabardaga 1238. Þar féll Sighvatur og fjórir synir hans. Sighvatur, sem farinn var að nálgast sjötugt, féll sunnan við gerðið á Örlygsstöðum, þar sem Kolbeinn ungi og menn hans unnu á honum.

Sighvatur var skáldmæltur en mjög lítið er varðveitt af kveðskap hans. Kona hans var Halldóra Tumadóttir, föðursystir Kolbeins unga, og áttu þau sjö syni og eina dóttur, Steinvöru húsfreyju á Keldum. Elsti sonurinn Tumi, var drepinn á Hólum 1222 af mönnum Guðmundar Arasonar biskups, Þórður kakali var í Noregi, en hinir fimm voru allir í Örlygsstaðabardaga. Sturla féll þar, Markús særðist til ólífis og var svo veginn á Víðivöllum, Þórður yngri og Kolbeinn flúðu í kirkju á Miklabæ og voru teknir þaðan og höggnir með öxi föður síns, Stjörnu. Tumi yngri náði að flýja en var drepinn fáeinum árum síðar.

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.