Kain og Abel
Útlit
Kain og Abel (hebreska: הֶבֶל ,קַיִן Qayin, Hevel) voru, samkvæmt 4. kafla Fyrstu Mósebókar, synir Adams og Evu. Kain er sagður akuryrkjumaður en Abel hjarðmaður. Kain var fyrsti maðurinn sem fæddist í heiminn og Abel var sá fyrsti sem dó. Kain myrti bróður sinn vegna afbrýðisemi þar sem fórn Abels var guði þóknanlegri en fórn Kains.