Bakteríuþyrping
Útlit
(Endurbeint frá Kólonía (örverufræði))
Bakteríuþyrping (eða kólonía) er sambýli bakteríu- eða fyrnufrumna sem vex á eða í föstu ræktunaræti á borð við agarhlaup. Oftast er hver kólonía ræktuð upp af einni stakri frumu og eru því allar frumur kóloníunnar hreinræktuð klón. Einföld og örugg aðferð til hreinræktunar bakteríustofns er því að stinga í staka kóloníu með dauðhreinni nál eða sáningarlykkju og strika henni út á ferskt, dauðhreint næringaræti.