Jóhann Smári Karlsson
Jóhann Smári Karlsson (f. 30. júní 1961) er íslenskur ljósmyndari, sem ólst upp í Reykjavík. Hann hefur sýnt myndir sínar síðan á fjöldanum öllum af samsýningum sem og einkasýningum, meðal annars á Ítalíu, Tékklandi og Íslandi.[1][2] Ásamt því að taka þátt í og halda sýningar, hefur Jóhann Smári fengið ljósmyndir sínar birtar í mörgum miðlum, dagblöðum, tímaritum og í sjónvarpi.[3][4]
Jóhann Smári fylgdist vel með Búsáhaldabyltingunni á Íslandi sem fór fram veturinn 2008 og hefur sýnt myndir sínar frá henni á einkasýningunni Revolution, sem hefur farið víða á Ítalíu.[1] Jóhann Smári var kosinn ljósmyndari ársins 2009 af danska ljósmyndablaðinu Zoom -Danmarks Professionelle Fotomagasin.[5] Jafnframt heldur hann úti vef um útilistaverk í Reykjavík.[6]
Einkasýningar
[breyta | breyta frumkóða]- Ráðhúsi Reykjavík við feðgin 26.april – 11.mai 2008
- Energia Smáralind ORANGE 1 – 31 mai 2008
- Energia Smáralind SAMspil 1.mars – 30. April 2009
- Ráðhús Reykjavík 3 – 18 júl 2010
- Hún og hún skólavörðustíg 24. Júl - ág 2010
þess má geta að myndir hans frá búsáhaldabyltingunni komu fram í sjónvarpsþættinum Silfur Egils og í fyrirlestrum Guðmundar Odds Magnússonar um myndbirtingu búsáhaldabyltingarinnar.
Samsýningar
[breyta | breyta frumkóða]Jóhann tók þátt í sameiginlegri ljósmyndarkeppni íslenska flickr notenda, flickr-flakk og heljastökk í Ljósmyndarsafni Reykjavíkur. Flickr.com vefurinn er myndasíða á netinu og ljósmyndarasamfélag. Hluti af þessari sýningu var settur upp á Íslenskri menningarhátíð í prag, Tékklandi, í október 2007, þar á meðal voru verk Jóhanns.[7] Íslenski flickr hópurinn setti jafnframt upp sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur í maí 2008, undir nafninu flickr@iceland.
Aðrar samsýningar Jóhanns eru:
- Ingólfsnaust V/ menningarnætur / verðlaunahafar desember 2007
- Smáralind rautt í focus 21. Nóv – 11. Desember 2008
- Ráðhús Reykjavík styktarsyning nov – des 2009
- Galleri Fold úr iðrum jarðar 15. Mai –allt sumar 2010
Útgáfur
[breyta | breyta frumkóða]Jóhann sendi inn myndir í keppnina Grand Prix 2009, haldin af danska ljósmyndarablaðinu Zoom. Í aprílmánuði ársins sendi hann inn myndina Hvor er himmerlige[8] og myndirnar Natur[9] og På månen[10] í september og október sama árs. Síðasta mynd Jóhanns í keppninni var Der kommer fremmende[11], í desember á árinu, en hún var valin vinningsmynd ársins, í janúar 2010. Jóhann var jafnframt valinn ljósmyndari keppninar.[12] Vinningsmynd Jóhanns í Grand Prix 2009 var síðar valin af National Geographic sem mynd dagsinns, 11. maí 2010[13] og í ljósmyndarsyrpu fyrstu viku maí.[14]
Aðrar útgáfur Jóhanns eru:
- what digital camera ein mynd nature´s palette desember 2007
- Reykjavík Living photo focus grein um hann og myndir á sex blaðsíðum 2008
- Lifandi Vísindi myndir hafa byrst í einum tíu eintökum frá 2009 – 2010
- atlantica On the fly grein og mynd blað no.4. july – august 2010
- Augnasinfonía Myndlist Braga Ásgeirssonar í sextíu ár, fimm ljósmyndir teknar á vinnustofu Braga og nokkrar af málverkum 2008
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Útilistaverk í Reykjavík Geymt 2 nóvember 2010 í Wayback Machine
Ítalska sýningin Revolution
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Revolution“ (ítalska). Sótt 25. september 2010.
- ↑ „Sýningar fókusfélaga“. Sótt 25. september 2010.
- ↑ „Nature´s Palette“. What digital camera. IPC Media (desember). 2007.
- ↑ „Photo of the day, May 11, 2010 Geothermal Spring, Iceland“. Sótt 25. september 2010.
- ↑ „Grand Prix 2009“. janúar 2010. bls. 19. Sótt 26. september 2010.
- ↑ „Nýr vefur um útilistaverk í Reykjavík“. Sótt 25. september 2010.
- ↑ „Flickr-flakk og heljarstökk“. Sótt 28. september 2010.
- ↑ „Zoom Danmarks Professionelle Fotomagasin nr.2 2009“ (danska). 30. apríl 2009. bls. 26. Sótt 28. september 2010.
- ↑ „Zoom Danmarks Professionelle Fotomagasin nr.4 2009“ (danska). 30. september 2009. bls. 24. Sótt 28. september 2010.
- ↑ „Zoom Danmarks Professionelle Fotomagasin nr.5 2009“ (danska). 30. október 2009. bls. 22. Sótt 28. september 2010.
- ↑ „Zoom Danmarks Professionelle Fotomagasin nr.6 2009“ (danska). 3. desember 2009. bls. 21. Sótt 28. september 2010.
- ↑ „Zoom Danmarks Professionelle Fotomagasin nr.1 2010“ (danska). 11. mars 2010. bls. 19. Sótt 28. september 2010.
- ↑ „National Geographic photo of the day, May 11“ (enska). Sótt 28. september 2010.
- ↑ „National Geographic Daily Dozen“ (enska). Sótt 28. september 2010.