Jaðar persónuleikaröskun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Jaðar persónuleikaröskun (e. Borderline personality disorder) er geðröskun sem lýsir sér í því að sá sem þjáist af henni sýnir mikinn óstöðugleika, sem felur í sér miklar skapsveiflur, óstöðuga sjálfsímynd og hvatvísi. Þegar þessir eiginleikar sameinast verður það til þess að einstaklingurinn á í mjög óstöðugum samböndum.

Viðkomandi sveiflast í skapinu frá kvíða, þunglyndi og bráðlyndis frá nokkrum klukkutímum til nokkurra daga. Tilfinningar þeirra virðast alltaf vera í stanslausum árekstrum við umheiminn og þau eru þá líklegri til að fá reiðiköst sem brýst stundum út í líkamlegri árásargirni og ofbeldi. En jafn oft beina þau reiðinni inn á við og skaða sig sjálf. Margir virðast truflaðir af djúpri tilfinningu af tómleika.

Margir skaða sjálfan sig til að takast á við tómleikann innra með sér og það koma upp mörg tilfelli þar sem þetta fólk reynir að svipta sig lífi. Fólk með Jaðar persónuleikaröskun fer oft í stormasöm ástarsambönd með fólki sem það elskar ekki, það óvirðir sambandið og verður hamstola þegar kröfum þess er ekki mætt, en vilja þó ekki losa sig úr sambandinu og eru mjög háð því, lamað af ótta við að vera eitt. Stundum skera þau sig til að koma í veg fyrir að hinn aðilinn fari frá því.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]