Fara í innihald

Jóker (getraun)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Jóker)
Sjá einnig aðgreiningarsíðuna.

Jóker er getraunaleikur sem Íslensk Getspá rekur og gengur út á það að dregnar eru 5 tölur í ákveðinni röð og markmiðið er að fá eins margar tölur og hægt er í réttri röð frá hægri til vinstri. Verðlaunin eru mismunandi eftir því hve margar réttar tölur í röð eru fengnar.

Fyrir að vera með allar tölurnar réttar og í réttri röð eru verðlaun upp á 100.000 kr. Fyrir 4 síðustu tölurnar í réttri röð eru verðlaunin 10.000 kr., 3 síðustu í réttri röð 1.000 kr. og fyrir 2 síðustu í réttri röð eru verðlaunin 100 kr. Líkurnar á því að vinna hvern vinning eru jafn miklar og verðlaunin eða 1 á móti 100.000 fyrir 5 tölur í réttri röð og svo framvegis.