Fara í innihald

Flikruberg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ignimbrít)
Smásjármynd af flikrubergi

Flikruberg (fræðiheiti: ignimbrít) er oftast samset úr dasíti eða líparíti.

Gráleitt eða ljósleitt á lit, en getur verið rauðleitt eftir oxun. Við ummyndun þá verður það grænleitt eða bleiklitað og sést það þá á útflöttum klessum sem eru 0,5-1 cm á þykkt. Millimassinn er fínkornóttur glermylsna.

Uppruni og útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Þegar mikið af ísúrri eða súrri og gasríkri kviku safnast fyrir í kvikuhólfi undir megineldstöð getur kvikuþrýstingurinn orðið svo hár að kvikan brjóti sér leið upp á yfirborðið, annað hvort þannig að eldstöðin springi í loft upp eða stórir gígar spúi mikilli gjósku. Gosefnin æða stundum fram sem heit og hraðskreið gjóskuhlaup (gusthlaup) en þau verða til þegar hiti er ekki nægur til að viðhalda gosstróknum. Gosmökkurinn fellur þá saman og heit gosefni geysast fram á miklum hraða og eyða lífi því sem fyrir verður. Gosefnin í eldskýjunum ná að mynda hálfsambrætt þétt berg úr fíngerðum gjóskumassa þar sem innan um eru köntuð smábrot og útflattir gjósku- og bergmolar.Helstu fundarstaðir á Íslandi eru við Húsafell í Borgarfirði og í Berufirði.