Rúgbrauð
Útlit
(Endurbeint frá Hverabrauð)
Rúgbrauð er brauð sem bakað er úr rúgmjöli, annaðhvort eintómu eða blönduðu öðru mjöli, oftast hveiti eða heilhveiti.
Á Íslandi er seytt rúgbrauð algengast. Það er dökkbrúnt, þétt og nokkuð sætt brauð sem oftast er bakað í lokuðu íláti í ofni við vægan hita í langan tíma, oft yfir nótt. Hverabrauð er íslenskt rúgbrauð sem er grafið í heitan jarðveg á hverasvæði og látið vera þar uns það er bakað.