Hvalbær
Útlit
(Endurbeint frá Hvalba)
Hvalbær (færeyska: Hvalba, eldra færeyskt nafn: Hvalbøur, danska: Kvalbø) er þorp á norðanverðri Suðurey í Færeyjum með um það bil 660 íbúa. Tvenn göng tengjast við Hvalbæ, en þau eru: Hvalbæjargöngin sem eru 1450 metra löng og tengja Hvalbæ og Trongisvág/Þvereyri síðan er það Sandvíkurgöngin sem eru 1500 metra löng og tengja Hvalbæ og Sandvík. Póstnúmer bæjarins er FO 850.