Hvalba
Jump to navigation
Jump to search

Þorpið Hvalba, í bakgrunni sést eyjan Lítla Dímun i norðri
Hvalba er þorp á norður Suðurey í Færeyjum með um það bil 660 íbúa. Tvenn göng tengjast við Hvalba og þau eru: Hvalbagöngin sem eru 1450 metra löng og tengja Hvalba og Trongisvágur/Tvøroyri síðan er það Sandvíkargöngin sem eru 1500 metra löng og tengja Hvalba og Sandvík. Póstnúmer bæjarins er FO 850.